73. fundur
allsherjar- og menntamálanefndar á 150. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 26. maí 2020 kl. 09:15


Mætt:

Páll Magnússon (PállM) formaður, kl. 09:15
Guðmundur Andri Thorsson (GuðmT) 1. varaformaður, kl. 09:15
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) 2. varaformaður, kl. 09:15
Anna Kolbrún Árnadóttir (AKÁ), kl. 09:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:25
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG), kl. 09:15

Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 09:50. Guðmundur Andri Thorsson vék af fundi kl. 10:20. Anna Kolbrún Árnadóttir vék af fundi kl. 11:00. Páll Magnússon vék af fundi kl. 11:10 vegna annarra þingstarfa og tók þá Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir við fundarstjórn.

Nefndarritarar:
Elisabeth Patriarca Kruger
Pétur Hrafn Hafstein

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 72. fundar var samþykkt.

2) 815. mál - gjaldþrotaskipti Kl. 09:20
Nefndin ræddi við Halldór Grönvold frá Alþýðusambandi Íslands sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Þá ræddi nefndin við Pál G. Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu sem gerði grein fyrir sjónarmiðum við málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

Nefndin ræddi einnig við Björgu Ástu Þórðardóttur frá Samtökum iðnaðarins og Guðnýju Hjaltadóttur frá Félagi atvinnurekenda. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Jafnframt ræddi nefndin við Guðmund Heiðar Guðmundsson og Ingibjörgu Björnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 11:10
Nefndin ræddi við Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur og Önnu Harðardóttur frá Skattinum. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Auk þess ræddi nefndin við Björn Þorvaldsson frá héraðssaksóknara og Guðmund Þóri Steinþórsson frá Ákærendafélagi Íslands. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Að lokum ræddi nefndin við Theodóru Emilsdóttur, Ólaf Guðmundsson og Sigurð Jensson frá skattrannsóknarstjóra ríkisins. Gestir gerðu grein fyrir sjónarmiðum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Starfið framundan Kl. 09:16
Nefndin ræddi fyrirkomulag næstu funda.

4) Önnur mál Kl. 11:10
Dagskrárlið frestað.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:50